Ungmennafélag Grundarfjarðar

Þetta er heimasíða Ungmennafélags Grundarfjarðar

07.06.2017 22:20

Skilaboð frá stjórn UMFG

Á aðalfundi UMFG, þriðjudaginn 23. maí 2017, var ákveðið að hækka æfingagjöld UMFG um 20.000 kr. á ári á hverja fjölskyldu. Hækkunin tekur gildi frá og með 1.júní 2017. Fjölskyldur geta þó fengið niðurgreiðslu um sömu upphæð á æfingagjöldum með því að skuldbinda sig til þess að skila 4 klst vinnu til félagsins á ári hverju.


Það eru mörg verk sem þarf að vinna til að halda svona félagastarfi úti. Til dæmis þarf að vinna á 17.júní hátíðarhöldunum, Á góðri stund, setja upp auglýsingarskilti, dósasafnanir ofl.


Kveðja, stjórnin

02.05.2017 23:30

Héraðsmót HSH í frjálsum íþróttum, sunnud. 7. maí nk.

          

 

HSH heldur sitt árlega héraðsmót í frjálsum íþróttum innanhúss í íþróttahúsinu í Stykkishólmi, sunnudaginn 7. maí 2017. Mótið hefst kl. 10.30 stundvíslega.

 

Foreldrar eru hvattir til að fylgja og hvetja - og aðstoða við framkvæmd mótsins.

 

Keppt er í eftirfarandi flokkum og greinum:

8 ára og yngri:            Langstökki með og án atrennu og 35m hlaupi

9 - 10 ára:                      Langstökki með og án atrennu, hástökki og 35m hlaupi

11 - 12 ára:                   Langstökki með og án atrennu, hástökki, kúluvarpi og 35m hlaupi

Í flokkum 13-14 ára, 15-16 ára og svo 17 ára og eldri: Í sömu greinum og 11-12 ára.

 

Skráningar eru þannig:

Iðkendur (eða foreldrar) geta skráð sig beint í þetta sameiginlega skjal - smellið hér.

Annars má líka hafa samband við einhvern af þjálfurunum okkar:

Snæfell: Gísli Pálsson, s. 861 8389 eða netfangið gislipalsson82@gmail.com

UMFG: Kristín Halla, s. 899 3043 eða netfangið kh270673@gmail.com

Umf. Víkingur/Reynir: Eva Kristín, s. 693 0820 eða netfangið evakristin09@gmail.com

Þegar skráð er, þarf að gefa upp kennitölu keppanda og grein/greinar sem hann/hún vill keppa í.

Athugið - að það er ekki skilyrði að vera í frjálsum til að mega keppa!

Skráningu lýkur föstudagskvöldið 5. maí kl. 20.00.Fögnum vori og mætum öll!
Frjálsíþróttaráð HSH

 


12.01.2017 12:39

Nýársmót HSH í frjálsum íþróttum sunnud. 15. janúar í ÓlafsvíkNýársmót HSH í frjálsum íþróttum 
Ólafsvík, sunnudag 15. janúar 2016, kl. 12.00

 

Halló - halló - og gleðilegt nýtt ár!!


HSH heldur nýársmót í frjálsum íþróttum innanhúss í íþróttahúsinu í Ólafsvík, sunnudaginn 15. janúar 2017. Mótið hefst kl. 12.00 stundvíslega.

Keppt er í eftirfarandi flokkum og greinum:

Flokkur 8 ára og yngri og flokkur 9-10 ára:
Langstökki með og án atrennu og 35m hlaupi

Flokkar 11 - 12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára og svo 17 ára og eldri:
Langstökki með og án atrennu, 35m hlaupi og kúluvarpi

Foreldrar eru hvattir til að fylgja og hvetja og aðstoða við framkvæmd móts.

 

Skráningar eru þannig:

Iðkendur (eða foreldrar) geta skráð sig beint í þetta sameiginlega skjal hér.

Annars má líka hafa samband við þjálfara:

Snæfell: Agnes Helga Sigurðard., Stykkishólmi, s. 691 2675

UMFG: Kristín Halla Haraldsd. s. 899 3043  

Umf. Víkingur/Reynir: Eva Kristín Kristjánsd. s. 693 0820  

Þegar skráð er, þarf að gefa upp kennitölu keppanda og greinar sem hann/hún vill keppa í.

Athugið - að það er ekki skilyrði að vera í frjálsum til að mega keppa!

Skráningu lýkur föstudagskvöldið 13. janúar kl. 21.00.

Síðast en ekki síst hvetjum við ALLA til að mæta í skrautlegum sokkum.
Verðlaun verða veitt fyrir skrautlegustu og frumlegustu sokkana!


Mætum öll!

Frjálsíþróttaráð HSH 

22.12.2016 15:34

Jólamót HSH í Ólafsvík - MÓTI FRESTAÐ

ATHUGIÐ!
MÓTINU ER FRESTAÐ VEGNA VEÐURS!!
 - það verður haldið í janúar nk. - nánar auglýst síðar.Jólamót HSH í frjálsum íþróttum
Ólafsvík, 28. desember 2016, kl. 16.00

 

Hó - hó - hó !!

 

HSH heldur jólamót í frjálsum íþróttum innanhúss í íþróttahúsinu í Ólafsvík, miðvikudaginn 28. desember 2016. Mótið hefst kl. 16.00 stundvíslega.

Keppt er í eftirfarandi flokkum og greinum:

Flokkur 8 ára og yngri og flokkur 9-10 ára:
Langstökki með og án atrennu og 35m hlaupi

Flokkar 11 - 12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára og svo 17 ára og eldri:
Langstökki með og án atrennu, 35m hlaupi og kúluvarpi

Foreldrar eru hvattir til að fylgja og hvetja og aðstoða við framkvæmd móts.

 

Skráningar eru þannig:

Iðkendur (eða foreldrar) geta skráð sig í þetta sameiginlega skjal hér.

Annars má líka hafa samband við þjálfara á hverjum stað.

Þegar skráð er, þarf að gefa upp kennitölu keppanda og greinar sem hann/hún vill keppa í.

Athugið - að það er ekki skilyrði að vera í frjálsum til að mega keppa!


Skráningu lýkur þriðjudagskvöldið 27. desember kl. 21.00.

Síðast en ekki síst hvetjum við ALLA til að mæta í skrautlegum (jóla)sokkum. Verðlaun verða veitt fyrir:

a) skrautlegustu sokkana (keppendur)

b) jólalegustu sokkana (keppendur)

c) frumlegustu sokkana (allir)

  


Mætum öll í jólaskapi!

Frjálsíþróttaráð HSH


14.11.2016 20:48

Samæfing SamVest föstud. 18. nóvember 2016


Eins og fram hefur komið í fréttum á FB-síðu SamVest, þá verður samæfing haustsins haldin í Kaplakrika - föstudaginn 18. nóvember 2016 kl. 17.00 - 20.00.

Æfingin er fyrir 10 ára og eldri á starfssvæði SamVest.

Mætið með æfingaföt og innanhússíþróttaskó, gaddaskó þau sem eiga.


Þjálfarar FH sjá um þjálfunina, mögulega þjálfarar frá okkar félögum líka.  
Nesti á æfingunni í boði SamVest.

Eftir æfingu förum við saman og fáum okkur kvöldsnarl.

Æfingin er þátttakendum að kostnaðarlausu, en hver og einn borgar fyrir sig í kvöldmatinn.

 

Skrá má þátttöku á sérstakt eyðublað, sem má nálgast inná Facebook-síðu SamVest. 
Endilega skráið sem allra fyrst - mætum sem flest og gerum þetta að góðri æfingu!!


Athugið að laugardaginn 19. nóvember fara fram Silfurleikar ÍR - sjá upplýsingar hér

Á Silfurleikunum er í boði fjölþraut fyrir 9 ára og yngri, fjórþraut (60 m, 600 m, langstökk og kúluvarp) fyrir 10-11 ára og svo 6-7 keppnisgreinar að eigin vali fyrir 12 ára og uppí 17 ára. 

Hvert félag sér um skráningu sinna iðkenda, en hér er hlekkur á mótið í mótaforriti FRÍ. 

 

Með kveðju,
SamVest, framkvæmdaráð 
25.10.2016 20:21

Ótitlað

Viltu ekki stunda skemmtilega íþrótt sem hentar öllum á öllum aldri ! 
Þá er blak málið fyrir þig!

Skemmtilegur félagsskapur, skemmtileg íþrótt.

Æfingar hjá kvennaflokki eru:
Mánudagar kl: 20:50-22:20
Fimmtudagar kl: 19:40-21:00

Hlökkum til að sjá nýja iðkendur á æfingu. 

Blakdeild UMFG

24.10.2016 08:51

Ótitlað

A.T.H

emoticon Af óviðráðanlegum ástæðum eru frí í frjálsum íþróttum miðvikudaginn 26. okt, 28.okt (foreldraviðtöl) og svo miðvikudaginn 2. nov. Erum að skella okkur á sólarstönd þar sem Lalli er að verða 50 ára emoticon emoticon
Kveðja
Kristín H.

14.09.2016 14:48

Stundaskrá haust 2016

Hér kemur stundaskrá íþróttarhúss Grundarfjarðar, þar eru æfingar UMFG barnastarfs merktar í hvítu reitina.

kv. Stjórnin
  • 1
Flettingar í dag: 6
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 61
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 305484
Samtals gestir: 63485
Tölur uppfærðar: 17.8.2017 02:21:56

Nafn:

Ungmennafélag Grundarfjarðar

Afmælisdagur:

10.07.1933

Staðsetning:

Grundarfjörður

Kennitala:

630189-2689

Bankanúmer:

0191 - 26 - 000021

Tenglar