Ungmennafélag Grundarfjarðar

Þetta er heimasíða Ungmennafélags Grundarfjarðar

02.05.2017 23:30

Héraðsmót HSH í frjálsum íþróttum, sunnud. 7. maí nk.

          

 

HSH heldur sitt árlega héraðsmót í frjálsum íþróttum innanhúss í íþróttahúsinu í Stykkishólmi, sunnudaginn 7. maí 2017. Mótið hefst kl. 10.30 stundvíslega.

 

Foreldrar eru hvattir til að fylgja og hvetja - og aðstoða við framkvæmd mótsins.

 

Keppt er í eftirfarandi flokkum og greinum:

8 ára og yngri:            Langstökki með og án atrennu og 35m hlaupi

9 - 10 ára:                      Langstökki með og án atrennu, hástökki og 35m hlaupi

11 - 12 ára:                   Langstökki með og án atrennu, hástökki, kúluvarpi og 35m hlaupi

Í flokkum 13-14 ára, 15-16 ára og svo 17 ára og eldri: Í sömu greinum og 11-12 ára.

 

Skráningar eru þannig:

Iðkendur (eða foreldrar) geta skráð sig beint í þetta sameiginlega skjal - smellið hér.

Annars má líka hafa samband við einhvern af þjálfurunum okkar:

Snæfell: Gísli Pálsson, s. 861 8389 eða netfangið gislipalsson82@gmail.com

UMFG: Kristín Halla, s. 899 3043 eða netfangið kh270673@gmail.com

Umf. Víkingur/Reynir: Eva Kristín, s. 693 0820 eða netfangið evakristin09@gmail.com

Þegar skráð er, þarf að gefa upp kennitölu keppanda og grein/greinar sem hann/hún vill keppa í.

Athugið - að það er ekki skilyrði að vera í frjálsum til að mega keppa!

Skráningu lýkur föstudagskvöldið 5. maí kl. 20.00.



Fögnum vori og mætum öll!
Frjálsíþróttaráð HSH

 


12.01.2017 12:39

Nýársmót HSH í frjálsum íþróttum sunnud. 15. janúar í Ólafsvík



Nýársmót HSH í frjálsum íþróttum 
Ólafsvík, sunnudag 15. janúar 2016, kl. 12.00

 

Halló - halló - og gleðilegt nýtt ár!!


HSH heldur nýársmót í frjálsum íþróttum innanhúss í íþróttahúsinu í Ólafsvík, sunnudaginn 15. janúar 2017. Mótið hefst kl. 12.00 stundvíslega.

Keppt er í eftirfarandi flokkum og greinum:

Flokkur 8 ára og yngri og flokkur 9-10 ára:
Langstökki með og án atrennu og 35m hlaupi

Flokkar 11 - 12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára og svo 17 ára og eldri:
Langstökki með og án atrennu, 35m hlaupi og kúluvarpi

Foreldrar eru hvattir til að fylgja og hvetja og aðstoða við framkvæmd móts.

 

Skráningar eru þannig:

Iðkendur (eða foreldrar) geta skráð sig beint í þetta sameiginlega skjal hér.

Annars má líka hafa samband við þjálfara:

Snæfell: Agnes Helga Sigurðard., Stykkishólmi, s. 691 2675

UMFG: Kristín Halla Haraldsd. s. 899 3043  

Umf. Víkingur/Reynir: Eva Kristín Kristjánsd. s. 693 0820  

Þegar skráð er, þarf að gefa upp kennitölu keppanda og greinar sem hann/hún vill keppa í.

Athugið - að það er ekki skilyrði að vera í frjálsum til að mega keppa!

Skráningu lýkur föstudagskvöldið 13. janúar kl. 21.00.

Síðast en ekki síst hvetjum við ALLA til að mæta í skrautlegum sokkum.
Verðlaun verða veitt fyrir skrautlegustu og frumlegustu sokkana!


Mætum öll!

Frjálsíþróttaráð HSH



 

22.12.2016 15:34

Jólamót HSH í Ólafsvík - MÓTI FRESTAÐ

ATHUGIÐ!
MÓTINU ER FRESTAÐ VEGNA VEÐURS!!
 - það verður haldið í janúar nk. - nánar auglýst síðar.



Jólamót HSH í frjálsum íþróttum
Ólafsvík, 28. desember 2016, kl. 16.00

 

Hó - hó - hó !!

 

HSH heldur jólamót í frjálsum íþróttum innanhúss í íþróttahúsinu í Ólafsvík, miðvikudaginn 28. desember 2016. Mótið hefst kl. 16.00 stundvíslega.

Keppt er í eftirfarandi flokkum og greinum:

Flokkur 8 ára og yngri og flokkur 9-10 ára:
Langstökki með og án atrennu og 35m hlaupi

Flokkar 11 - 12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára og svo 17 ára og eldri:
Langstökki með og án atrennu, 35m hlaupi og kúluvarpi

Foreldrar eru hvattir til að fylgja og hvetja og aðstoða við framkvæmd móts.

 

Skráningar eru þannig:

Iðkendur (eða foreldrar) geta skráð sig í þetta sameiginlega skjal hér.

Annars má líka hafa samband við þjálfara á hverjum stað.

Þegar skráð er, þarf að gefa upp kennitölu keppanda og greinar sem hann/hún vill keppa í.

Athugið - að það er ekki skilyrði að vera í frjálsum til að mega keppa!


Skráningu lýkur þriðjudagskvöldið 27. desember kl. 21.00.

Síðast en ekki síst hvetjum við ALLA til að mæta í skrautlegum (jóla)sokkum. Verðlaun verða veitt fyrir:

a) skrautlegustu sokkana (keppendur)

b) jólalegustu sokkana (keppendur)

c) frumlegustu sokkana (allir)

  


Mætum öll í jólaskapi!

Frjálsíþróttaráð HSH


14.11.2016 20:48

Samæfing SamVest föstud. 18. nóvember 2016


Eins og fram hefur komið í fréttum á FB-síðu SamVest, þá verður samæfing haustsins haldin í Kaplakrika - föstudaginn 18. nóvember 2016 kl. 17.00 - 20.00.

Æfingin er fyrir 10 ára og eldri á starfssvæði SamVest.

Mætið með æfingaföt og innanhússíþróttaskó, gaddaskó þau sem eiga.


Þjálfarar FH sjá um þjálfunina, mögulega þjálfarar frá okkar félögum líka.  
Nesti á æfingunni í boði SamVest.

Eftir æfingu förum við saman og fáum okkur kvöldsnarl.

Æfingin er þátttakendum að kostnaðarlausu, en hver og einn borgar fyrir sig í kvöldmatinn.

 

Skrá má þátttöku á sérstakt eyðublað, sem má nálgast inná Facebook-síðu SamVest. 
Endilega skráið sem allra fyrst - mætum sem flest og gerum þetta að góðri æfingu!!


Athugið að laugardaginn 19. nóvember fara fram Silfurleikar ÍR - sjá upplýsingar hér

Á Silfurleikunum er í boði fjölþraut fyrir 9 ára og yngri, fjórþraut (60 m, 600 m, langstökk og kúluvarp) fyrir 10-11 ára og svo 6-7 keppnisgreinar að eigin vali fyrir 12 ára og uppí 17 ára. 

Hvert félag sér um skráningu sinna iðkenda, en hér er hlekkur á mótið í mótaforriti FRÍ. 

 

Með kveðju,
SamVest, framkvæmdaráð 




25.10.2016 20:21

Ótitlað

Viltu ekki stunda skemmtilega íþrótt sem hentar öllum á öllum aldri ! 
Þá er blak málið fyrir þig!

Skemmtilegur félagsskapur, skemmtileg íþrótt.

Æfingar hjá kvennaflokki eru:
Mánudagar kl: 20:50-22:20
Fimmtudagar kl: 19:40-21:00

Hlökkum til að sjá nýja iðkendur á æfingu. 

Blakdeild UMFG

24.10.2016 08:51

Ótitlað

A.T.H

emoticon Af óviðráðanlegum ástæðum eru frí í frjálsum íþróttum miðvikudaginn 26. okt, 28.okt (foreldraviðtöl) og svo miðvikudaginn 2. nov. Erum að skella okkur á sólarstönd þar sem Lalli er að verða 50 ára emoticon emoticon
Kveðja
Kristín H.

14.09.2016 14:48

Stundaskrá haust 2016

Hér kemur stundaskrá íþróttarhúss Grundarfjarðar, þar eru æfingar UMFG barnastarfs merktar í hvítu reitina.





kv. Stjórnin

15.06.2016 12:49

Ótitlað

A.T.H. !!!!

Það er búið að setja inn nýja stundatöflu fyrir júní mánuð með tilliti til breytinga í fótboltanum. Endilega prentið út nýtt eintak. Klikkið á skrár hér til hægri á síðunni til að finna töfluna.



kv. Stjórnin

07.06.2016 20:46

Æfingabúðir SamVest í frjálsum

SamVest undirbýr nú æfingabúðir í frjálsum fyrir 10 ára og eldri, dagana 15.-16. júní 2016 í Borgarnesi. 
Allir sem hafa áhuga geta skoðað nánari upplýsingar hér, í frétt á vef SamVest. 

Þau sem hafa áhuga á að vera með - það væri gott að heyra frá ykkur inná skráningarlista (sjá FB-síðu SamVest). 

Framkvæmdaráð SamVest og undirbúningsnefnd

03.06.2016 16:25

Ótitlað

Æfingar UMFG sumarið 2016

Æfingar UMFG verða með aðeins breyttu sniði þetta sumarið.
Sett verður upp stundatafla sem gildir viku fyrir viku. Birt verður núna stundartafla fyrir júní mánuð og síðar fyrir júlí mánuð o.s.f.v. Ástæðan fyrir þessu er sú að við viljum sjá hvernig mætingin verður í júní og heyra í foreldrum hvort börnin þeirra komi til með að mæta á æfingar í júlí og þá hvaða æfingar. Með þessu erum við að spara okkur óþarfa þjálfara kostnað og koma um leið á móts við þá krakka sem vilja æfa og ætla að mæta í sumar.

 Við viljum minna á facebook hópana "Knattspyrna UMFG" og "Frjálsíþróttadeild UMFG". Þar eru foreldrar beðnir um að láta vita ef barnið mætir ekki á æfingu og eins ef einhverjar breytingar verða á æfingartíma í sumar. 
Stundataflan verður undir tenglinum "skrár" hér til hliðar. 

Þjálfarar okkar í sumar eru:
Kristín Halla- frjálsar og sund
Kristín Lilja- fótbolti

Tekið er fram að taflan er birt með fyrirvara um breytingar. 



Kv. Stjórn UMFG 

  • 1
Flettingar í dag: 36
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 54
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 300076
Samtals gestir: 62444
Tölur uppfærðar: 25.5.2017 21:42:52

Nafn:

Ungmennafélag Grundarfjarðar

Afmælisdagur:

10.07.1933

Staðsetning:

Grundarfjörður

Kennitala:

630189-2689

Bankanúmer:

0191 - 26 - 000021

Tenglar