Ungmennafélag Grundarfjarðar

Þetta er heimasíða Ungmennafélags Grundarfjarðar

24.10.2016 08:51

Ótitlað

A.T.H

emoticon Af óviðráðanlegum ástæðum eru frí í frjálsum íþróttum miðvikudaginn 26. okt, 28.okt (foreldraviðtöl) og svo miðvikudaginn 2. nov. Erum að skella okkur á sólarstönd þar sem Lalli er að verða 50 ára emoticon emoticon
Kveðja
Kristín H.

14.09.2016 14:48

Stundaskrá haust 2016

Hér kemur stundaskrá íþróttarhúss Grundarfjarðar, þar eru æfingar UMFG barnastarfs merktar í hvítu reitina.

kv. Stjórnin

15.06.2016 12:49

Ótitlað

A.T.H. !!!!

Það er búið að setja inn nýja stundatöflu fyrir júní mánuð með tilliti til breytinga í fótboltanum. Endilega prentið út nýtt eintak. Klikkið á skrár hér til hægri á síðunni til að finna töfluna.kv. Stjórnin

07.06.2016 20:46

Æfingabúðir SamVest í frjálsum

SamVest undirbýr nú æfingabúðir í frjálsum fyrir 10 ára og eldri, dagana 15.-16. júní 2016 í Borgarnesi. 
Allir sem hafa áhuga geta skoðað nánari upplýsingar hér, í frétt á vef SamVest. 

Þau sem hafa áhuga á að vera með - það væri gott að heyra frá ykkur inná skráningarlista (sjá FB-síðu SamVest). 

Framkvæmdaráð SamVest og undirbúningsnefnd

03.06.2016 16:25

Ótitlað

Æfingar UMFG sumarið 2016

Æfingar UMFG verða með aðeins breyttu sniði þetta sumarið.
Sett verður upp stundatafla sem gildir viku fyrir viku. Birt verður núna stundartafla fyrir júní mánuð og síðar fyrir júlí mánuð o.s.f.v. Ástæðan fyrir þessu er sú að við viljum sjá hvernig mætingin verður í júní og heyra í foreldrum hvort börnin þeirra komi til með að mæta á æfingar í júlí og þá hvaða æfingar. Með þessu erum við að spara okkur óþarfa þjálfara kostnað og koma um leið á móts við þá krakka sem vilja æfa og ætla að mæta í sumar.

 Við viljum minna á facebook hópana "Knattspyrna UMFG" og "Frjálsíþróttadeild UMFG". Þar eru foreldrar beðnir um að láta vita ef barnið mætir ekki á æfingu og eins ef einhverjar breytingar verða á æfingartíma í sumar. 
Stundataflan verður undir tenglinum "skrár" hér til hliðar. 

Þjálfarar okkar í sumar eru:
Kristín Halla- frjálsar og sund
Kristín Lilja- fótbolti

Tekið er fram að taflan er birt með fyrirvara um breytingar. Kv. Stjórn UMFG 

03.05.2016 22:29

Ótitlað

Uppskeruhátíð UMFG verður haldin 
þriðjudaginn 10.maí kl:17:00 í 
íþróttarhúsi Grundarfjarðar. 
Hlökkum til að sjá ykkur öll 


18.04.2016 22:19

Aðalfundur


 

Aðalfundur 

                         Ungmennafélags Grundarfjarðar verður haldinn í Sögumiðstöðinni
                                                   mánudaginn 25.apríl 2016 kl: 20:30                                                     Dagskrá:

                                                     1. Fundur settur
                                                     2. Fundarstjóri settur
                                                     3. Skýrsla stjórnar
                                                     4. Reikningar lagðir fram
                                                     5. Kosning stjórnar
                                                     6. Önnur mál

                                                                     Stjórn UMFG

31.03.2016 18:39

Héraðsmót HSH í frjálsum - sunnud. 3. apríl 2016

HSH heldur árlegt héraðsmót sitt í frjálsum íþróttum innanhúss
í íþróttahúsinu í Stykkishólmi, sunnudaginn 3. apríl 2016.
Mótið hefst kl. 10.30 stundvíslega.


Foreldrar eru hvattir til að fylgja og hvetja - og aðstoða við framkvæmd mótsins.


Keppt er í eftirfarandi flokkum og greinum:

8 ára og yngri:          Langstökki með og án atrennu og 35m hlaupi

9 - 10 ára:                  Langstökki með og án atrennu, hástökki og 35m hlaupi

11 - 12 ára:                Langstökki með og án atrennu, hástökki, kúluvarpi og 35m hlaupi

Í flokkum 13 - 14 ára, 15-16 ára og svo 17 ára og eldri: í sömu greinum og 11-12 ára.

 

Skráningar eru hjá:

Fyrir Grundfirðinga - hjá Kristínu Höllu þjálfara í síma 699-3043 eða netfangið kh270673@gmail.com     

Fyrir Hólmara - hjá Gísla og Agnesi, þjálfurum, Stykkishólmi (Gísli í síma 861-8389 eða netfangið gislipalsson82@gmail.com)

Fyrir aðra - þá má hafa samband við annað hvort Kristínu Höllu eða Gísla.

Þegar skráð er, þarf að gefa upp kennitölu keppanda og þær greinar sem hann/hún vill keppa í.

Skráningu lýkur föstudagskvöldið 1. apríl kl. 21.00.Allir að mæta!
Frjálsíþróttaráð HSH

10.12.2015 14:10

Ótitlað

Senn líður að jólum, síðustu æfingar UMFG eru á sunnudaginn 13.desember. Æfingar hefjast svo aftur þriðjudaginn 5. janúar.

UMFG vill óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og um leið þakka fyrir vel unnin störf á liðnu ári.


Image result for jólamynd

30.11.2015 21:47

Jólamót HSH í frjálsum - sunnudag 6. des.

HSH heldur jólamót í frjálsum íþróttum innanhúss í íþróttahúsinu í Stykkishólmi,
sunnudaginn 6. desember 2015. Mótið hefst kl. 10.30 stundvíslega.


Foreldrar eru hvattir til að fylgja og hvetja - og aðstoða við framkvæmd mótsins.

 

Keppt er í eftirfarandi flokkum og greinum:

8 ára og yngri:          Langstökki með og án atrennu og 35m hlaupi

9 - 10 ára:                  Langstökki með og án atrennu, hástökki og 35m hlaupi

11 - 12 ára:                Langstökki með og án atrennu, hástökki, kúluvarpi og 35m hlaupi

13 - 14 ára:                sömu greinum

15 - 16 ára:                sömu greinum

17 ára og eldri:          sömu greinum


Skráningar eru hjá:

Fyrir Grundfirðinga - hjá Evu Kristínu þjálfara í síma 693-0820 eða netfangið evakristin09@gmail.com   

Fyrir Hólmara - hjá Gísla, þjálfara, Stykkishólmi, í síma 861-8389 eða netfangið gislipalsson82@gmail.com

Fyrir aðra - þá má hafa samband við annað hvort Evu eða Gísla.

Þegar skráð er, þarf að gefa upp kennitölu keppanda og greinar sem hann/hún vill keppa í.

Skráningu lýkur föstudagskvöldið 4. desember kl. 21.00.


Fyrir SamVest:  

Til mótsins er boðið iðkendum hjá SamVest-félögum. Verið velkomin!
Fyrir gesti (ekki fyrir HSH) - skráningargjald er kr. 250 á hverja grein keppanda og sér viðkomandi félag um greiðslur og fyrirkomulag þeirra.  Greiðist inn á reikning HSH, 0321-13-300076, kt. 620169-5289


 

http://www.clker.com/cliparts/1/X/y/w/C/K/red-socks-hi.pngSíðast en ekki síst hvetjum við ALLA til að mæta í skrautlegum (jóla)sokkum.
Verðlaun verða veitt fyrir:
a)
skrautlegustu sokkana (keppendur)
b) jólalegustu sokkana (keppendur)
c)
frumlegustu sokkana (allir)


Mætum öll í jólaskapi!
Frjálsíþróttaráð HSH

06.11.2015 11:38

SamVest-samstarfið í frjálsum heldur áfram!

Í dag var undirritaður samningur um áframhaldandi samstarf SamVest í frjálsum íþróttum. 

Það eru héraðssamböndin sjö sem standa að SamVest sem skrifuðu undir nýjan samning - í ljósi góðrar reynslu af samstarfinu. 

 

SamVest varð til haustið 2012 og þá var ritað undir viljayfirlýsingu um samstarf til 3ja ára. Samningstíminn rennur út í lok ársins 2015 og var samið um áframhaldandi samstarf til annarra 3ja ára, eða út árið 2018.  

 

Samstarfið gengur út á að efla frjálsíþróttaiðkun barna og unglinga á samstarfssvæðinu. Ýmsir viðburðir eru haldnir, sameiginlegar æfingar bæði heima og á höfuðborgarsvæðinu, þar sem fengnir eru gestaþjálfarar frá stærri frjálsíþróttadeildum félaga á höfuðborgarsvæðinu, æfingabúðir, mót, og sameiginlegt lið SamVest hefur tekið þátt í bikarkeppnum FRÍ.


Hér má sjá frétt um undirritunina á nýjum vef SamVest - www.samvest.is 

 

Undirritunin fór fram samhliða samæfingu í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika, en þar voru um 30 iðkendur mættir suður á sameiginlega frjálsíþróttaæfingu á vegum SamVest. 


Daginn eftir tók svo hluti þeirra þátt í Gaflaranum, frjálsíþróttamóti FH í Kaplakrika, fyrir 10 ára og eldri. Keppendur HSH voru fjórir, þar af tveir úr Grundarfirði, Hermann Oddsson 10 ára, sem keppti á sínu fyrsta frjálsíþróttamóti, og Björg Hermannsdóttir 14 ára. Björg komst í úrslit í 60 m hlaupi 14 ára stúlkna og varð í 7. sæti á tímanum 8,90 sek. 


  • 1
Flettingar í dag: 44
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 30
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 285793
Samtals gestir: 59566
Tölur uppfærðar: 24.10.2016 23:39:53

Nafn:

Ungmennafélag Grundarfjarðar

Afmælisdagur:

10.07.1933

Staðsetning:

Grundarfjörður

Kennitala:

630189-2689

Bankanúmer:

0191 - 26 - 000021

Tenglar